fim 20. febrúar 2020 09:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH vill 2-3 leikmenn til að „skerpa samkeppni og vera með gott lið"
Pétur Viðarsson er einn af þeim leikmönnum sem hafa horfið á braut frá síðustu leiktíð.
Pétur Viðarsson er einn af þeim leikmönnum sem hafa horfið á braut frá síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að félagið stefni á að bæta við sig tveimur eða þremur leikmönnum fyrir Pepsi Max-deildina.

Baldur Sigurðsson er eini leikmaðurinn sem FH hefur fengið til sín í vetur en Brandur Olsen, Cedric D´Ulivo, Davíð Þór Viðarsson,
Halldór Orri Björnsson, Kristinn Steindórsson, Pétur Viðarsson og Vignir Jóhannesson eru allir farnir frá síðasta tímabili.

Óli sagði nýlega frá því að Bjarni og Davíð Viðarssynir væru að hjálpa FH-ingum að styrkja sig. Hann sagði svo í gær að það væri ákjósanlegt að bæta tveimur eða þremur leikmönnum við hópinn.

„Þetta hefur verið yngri strákar í bland við þessa eldri. Þeir hafa nokkrir verið að stimpla sig mjög vel inn. Ef þeir halda áfram að gera það þá getur vel verið að þeir spili eitthvað í sumar," sagði Óli. „En ég er búinn að segja það að við ætlum að fá tvo til þrjá leikmenn. Það er bara til að skerpa samkeppnina og vera með gott lið."

Miðvörðurinn Björn Berg Bryde og bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson eru báðir á óskalista FH. Þetta herma heimildir Fótbolta.net. Óli vildi ekki tjá sig um sérstaka leikmenn í gær.

Hann sagði að lokum: „Hjá FH er markmiðið alltaf að vera með lið sem á möguleika að vinna eitthvað. Eins og staðan er núna verðum við að vera raunhæfir og vinna vel í okkar málum."

Viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan.
Óli Kristjáns: Söknuðum Morten
Athugasemdir
banner
banner
banner