Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 20. febrúar 2020 13:39
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry skoraði og lagði upp fyrir Schoop
Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar danska liðið Horsens lagði Olhanense 2-1 í æfingaleik í Portúgal í gær. Kjartan Henry skoraði fyrra mark Vejle í leiknum.

Hann lagði síðan upp síðara markið fyrir Jacob Schoop, fyrrum leikmann KR.

Vejle hefur verið í æfingabúðum í Portúgal en liðið mætir HB Köge á sunnudaginn eftir vetrarfrí í dönsku B-deildinni.

Vejle er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner