lau 20. febrúar 2021 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grín gert að tilþrifum Salah - „Þetta er sorglegt"
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er magnaður leikmaður, á því er enginn vafi. Hann er hins vegar oft á tíðum í umræðunni fyrir að falla heldur of auðveldlega í jörðina.

Salah spilaði allan leikinn í dag þegar Liverpool tapaði 0-2 á heimavelli gegn nágrönnum sínum í Everton.

Salah reyndi að fiska vítaspyrnu í stöðunni 0-1 fyrir Everton. Hann féll með tilþrifum en ekkert var dæmt. Chris Kavanagh, dómari leiksins, ákvað ekkert að dæma, ekki heldur leikaraskap.

Mikið er gert grín af þessum tilþrifum Salah á samfélagsmiðlum og þar meðal er fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan.

„Salah, þetta er sorglegt," skrifar Morgan á Twitter en myndband má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner