Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. febrúar 2021 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness: Þetta er aldrei vítaspyrna
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, segir að Everton hafi ekki átt að fá vítaspyrnu í leik liðanna fyrr í kvöld.

Everton vann leikinn 0-2 og var þeirra fyrsti sigur á Anfield í tæp 22 ár. Síðara mark Everton skoraði Gylfi Þór Sigurðsson af vítapunktinum eftir að Dominic Calvert-Lewin féll í teignum.

Calvert-Lewin féll um Trent Alexander-Arnold en hægri bakvörður Liverpool renndi sér til að komast fyrir skot Calvert-Lewin. Þegar Calvert-Lewin var búinn að skjóta rakst hann í Alexander-Arnold og féll í jörðina.

Chris Kavanagh, dómari, fór í VAR-skjáinn en hann var ekki lengi þar. Hann skoðaði atvikið einu sinni og benti á punktinn. Gylfi fór á vítapunktinn og skoraði.

Souness var sérfræðingur fyrir Sky Sports í kvöld og hann sagði: „Aldrei vítaspyrna, hann er byrjaður að missa jafnvægið áður en snertingin kemur. Ég held að það sé ekki einn fótboltamaður sem myndi segja að þetta sé vítaspyrna en Everton voru betri í öllum mikilvægum þáttum leiksins."

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leiknum, þar á meðal vítaspyrnudóminn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner