Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
McCarthy: Veit ekki hvort Oliver hafi haft áhrif úr stúkunni
Mynd: EPA
Paddy McCarthy, aðstoðarþjálfari hjá Crystal Palace, svaraði spurningum eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Roy Hodgson aðalþjálfari sagði upp störfum skömmu fyrir upphafsflautið og var Oliver Glasner ráðinn í staðinn. Glasner horfði á leikinn frá stúkunni á meðan McCarthy og aðstoðarþjálfarateymið stýrði leikmönnum Crystal Palace.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en svo tók Jordan Ayew forystuna með glæsilegu marki í síðari hálfleik, sem kom upp úr þurru.

„Þetta var stórkostlegt mark hjá Jordan Ayew en okkur tókst ekki að halda í forystuna. Við vissum að Everton myndi spyrja spurninga úr föstum leikatriðum og það eru vonbrigði að hafa fengið mark á okkur, en þegar allt kemur til alls erum við sáttir með stigið og horfum til næsta leiks," sagði McCarthy, sem var svo spurður hvort hann telur leikmenn hafa lagt auka kraft í frammistöðuna sína vitandi af nýjum þjálfara uppi í stúku.

„Það eru mikil gæði í hópnum og ég er viss um að Oliver (Glasner) getur ekki beðið eftir að hefja störf með leikmönnunum. Ég tók ekki eftir því hvort það hafði einhver áhrif á frammistöðu leikmanna að hafa vitað af honum í stúkunni."

McCarthy var að lokum spurður út í eigin framtíð og segir að hún sé í óvissu eftir brottför Hodgson, en muni skýrast á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner