Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. mars 2020 14:47
Magnús Már Einarsson
Mótanefnd KSÍ skoðar sviðsmyndir - Dagsetningar koma ekki strax
Hvenær byrjar Pepsi Max-deildin í ár?
Hvenær byrjar Pepsi Max-deildin í ár?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Eins og fram hefur komið þá hefur upphafi móta sumarsins hjá KSÍ verið frestað fram í miðjan maí vegna kórónuveirunnar. Á það við um mót meistaraflokka og yngri flokka.

Mikil óvissa ríkir um framhaldið á samkomubanni almannavarna og því er ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppni í einstökum mótum hefst. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag.

Mótanefnd KSÍ skoðar nú mögulegar sviðsmyndir og hvernig leikjum sumarsins verði best fyrir komið. Þegar fyrir liggur hvenær hægt verður að hefja keppni aftur verður gefin út ný niðurröðun leikja.

Fram að því verða mótin birt á vef KSÍ með núverandi dagsetningum.

Sjá einnig:
Gætu orðið stórar breytingar á mótafyrirkomulagi - Bikarkeppninni fórnað?
Útvarpsþátturinn - Krísufundur íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner
banner