Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG, Bayern og Dortmund hafa enn tíma fyrir Ofurdeildina
Mynd: Getty Images
Tillaga um evrópska Ofurdeild hefur verið harkalega gagnrýnd en tólf af stærstu félögum Evrópu komu sér saman um að stofna svoleiðis keppni.

Það vantar mikið af stórliðum á listann yfir stofnfélög þar sem ekkert þýskt eða franskt félag hefur samþykkt að taka þátt í Ofurdeildinni.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er spenntur fyrir Ofurdeildinni og var spurður út í hana í gær. Perez sagði þá að stjórnendur PSG, Bayern og Dortmund væru líklegast sárir vegna þess að þeim var ekki boðið að stofna keppnina með hinum félögunum.

Þetta er hrein og bein lygi samkvæmt gögnum sem Der Spiegel hefur undir höndunum. Þau gögn segja að Bayern, Dortmund og PSG hafi verið boðið að stofna Ofurdeildina en þau hafi hafnað því tilboði. Félögin er sögð hafa enn nokkrar vikur til að samþykkja tillöguna og slást í för með hinum stórveldunum.

Það verður að teljast nokkuð ólíklegt að þessar breytingar gangi í gegn en það er aldrei að vita hvað gerist í knattspyrnuheiminum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner