Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. maí 2019 09:50
Elvar Geir Magnússon
Maguire í staðinn fyrir Kompany?
Powerade
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Bale finnst gaman í golfi.
Bale finnst gaman í golfi.
Mynd: Getty Images
Guardiola, Sanchez, Mbappe, Saliba, Gundogan, Kante, Bale, Carrasco og fleiri í slúðurpakkanum að þessu sinni. BBC tók saman.

Pep Guardiola mun fá tækifæri til að vera áfram við stjórnvölinn hjá Manchester City næstu fimm árin að minnsta kosti. Hann mun græða um 100 milljónir punda en árslaun hans munu hækka úr 15 milljónum punda í 20 milljónir. (Sun)

Guardiola vill fá Harry Maguire (26), miðvörð Leicester, til að fylla í skarð Vincent Kompany í hjarta varnar Manchester City. (Mail)

Alexis Sanchez (30) hyggst stytta sumarfríið sitt til að snúa fyrr til æfinga og reyna að þröngva í gegn brottför frá Manchester United. (Sun)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe (20) segir að hann gæti yfirgefið Paris St-Germain í sumar. Það mun fá félög eins og Real Madrid, Barcelona og Manchester City upp á tærnar. (Express)

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, segir að viðræður við Antoine Griezmann (28) hafi farið fram en franski landsliðsmaðurinn segist vera á förum frá Atletico Madrid. (Express)

Belgíski landsliðsmaðurinn Yannick Carrasco (25), sem spilar með Dalian Yifang í Kína, vill fara í ensku úrvalsdeildina. Arsenal reynir væntanlega að fá vængmanninn. (Sun)

Arsenal vill fá franska miðvörðinn Wiliam Saliba (18) frá Saint-Etienne. (Goal.com)

Ilkay Gundogan (28), þýski miðjumaðurinn, vill ræða við Manchester City í þeirri von um að framlengja samning sinn lengra en til 2020. (Mail)

N'Golo Kante (28), franski landsliðsmaðurinn hjá Chelsea, íhugar að fara til Paris St-Germain í sumar. (TalkSport)

Zinedine Zidane segir að hann hefði ekki sett Gareth Bale (29) inn í tapi Real Madrid gegn Real Betis, þó hann hefði fengið að gera fjórðu skiptinguna. (Eurosport)

Bale hefur sagt liðsfélögum sínum að hann ætli að vera hjá Real Madrid út samninginn sinn. Hann segist vera ánægður með að eyða tímanum í golfi ef hann verður ekki valinn til að spila. (Radioestadio)

Manchester United gæti reynt að fá miðjumanninn Tanguy Ndombele (22) frá Lyon þegar framtíð Paul Pogba (26) er orðin ljós. (Manchester Evening News)

Manchester United gæti reynt að fá Nathan Collins (18), varnarmann Stoke City, eftir meðmæli frá Darren Fletcher, fyrrum miðjumanni liðsins. (Mail)

Þjálfari Lille segir að vængmaðurinn Nicola Pepe (23) muni yfirgefa félagið í sumar. Manchester United, Arsenal og Bayern München hafa sýnt honum áhuga. (Manchester Evening News)

Arsenal og Juventus hafa áhuga á Kostas Manolas (27), gríska varnarmanninn hjá Roma. (Calciomercato)

Graham Potter færist nær því að vera ráðinn nýr stjóri Brighton. (Argus)

Scott Brown (33), fyrirliði Celtic, viðurkennir að það verði miklar breytingar hjá félaginu í sumar. (Daily Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner