Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 20. maí 2019 21:36
Egill Sigfússon
Óli Kristjáns: Steven Lennon er frábær fótboltamaður
Óli var sennilega svona á svipinn í leikslok
Óli var sennilega svona á svipinn í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fékk Val í heimsókn á Kaplakrikavöll í kvöld og unnur 3-2 sigur í hörku spennandi leik. Ólafur Kristjánsson þjálfari FH sagði sigurinn þýðingarmikinn og lagði áherslu á að fagna sigrum.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Valur

„Þetta er bara þýðingarmikill sigur, ekki neitt sérstaklega eftir Skagaleikinn. Menn eiga að fagna þegar þeir vinna leiki og njóta þess að sjúga karamelluna"

Ólafur var ánægður með leik sinna manna í kvöld og þá sérstaklega að klára hann eftir að Valur jafnaði tvisvar sinnum.

„Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn, sérstaklega hvernig við spiluðum boltanum. Við töluðum um það í hálfleik að Valsmenn myndu setja pressu á okkur sem þeir gerðu en við héldum bara áfram að trúa á það sem við erum að gera og settum þessi tvö mörk í seinni hálfleik og náðum að klára leikinn"

Steven Lennon kom inná í annað skipti í sumar og skoraði eitt og lagði upp annað á þeim stutta tíma sem hann spilaði. Ólafur sagði það auðvitað mjög gott að fá þennan frábæra leikmann tilbaka.

„Steven Lennon er frábær fótboltamaður, það er alveg klárt að það hjálpar okkur að fá hann inn. Hann þarf lítinn tíma til að hafa áhrif á leikinn."
Athugasemdir
banner
banner