Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. maí 2020 15:11
Elvar Geir Magnússon
Sektað fyrir að vera með kynlífsdúkkur í stúkunni
Mynd: Getty Images
FC Seúl í Suður-Kóreu hefur fengið sekt upp á 12 milljónir íslenskra króna fyrir að setja upp 30 kynlífsdúkkur í stúkunni á heimaleik á dögunum.

Áhorfendur máttu ekki mæta á leikinn vegna kórónaveirufaraldursins.

Félagið segist ekki hafa vitað að um kynlífsdúkkur hafi verið að ræða og baðst afsökunar á mánudag. Einhverjar af dúkkunum héldu á auglýsingaborðum þar sem auglýstar voru klámsíður sem eru bannaðar í Suður-Kóreu.

Í yfirlýsingu frá K-deildinni segir að dúkkurnar hafi verið móðgandi og alvarleg mistök hafi verið að fjarlægja þeir ekki fyrir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner