Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. maí 2021 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Guðlaugur Victor að ganga til liðs við Schalke
Guðlaugur Victor er á leið í eitt stærsta félag Þýskalands
Guðlaugur Victor er á leið í eitt stærsta félag Þýskalands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er að ganga til liðs við Schalke en þetta kemur fram á Vísi í kvöld.

Guðlaugur Victor, sem varð þrítugur í lok apríl, hefur verið burðarstólpur í B-deildarliði Darmstadt síðustu ár og þá komið sér í mjög mikilvægt hlutverk í íslenska landsliðinu.

Schalke, sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni á dögunum, hefur sýnt leikmanninum mikinn áhuga síðustu vikur en nú greinir Vísir frá því að Guðlaugur sé á leið þangað frá Darmstadt.

Darmstadt og Schalke hafa komist um samkomulag á kaupverði en Schalke greiðir 500 þúsund evrur fyrir Guðlaug.

Stefna Schalke er beint aftur upp eftir hræðilegt tímabil en liðið er langneðst í deildinni með 16 stig og hefur unnið aðeins þrjá leiki þegar ein umferð er eftir.
Athugasemdir
banner
banner