Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. maí 2021 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og Man Utd á eftir leikmanni Nordsjælland
Kamaldeen Sulemana fagnar hér marki með Nordsjælland
Kamaldeen Sulemana fagnar hér marki með Nordsjælland
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester United vilja fá Kamaldeen Sulemana, leikmann danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland, en Flemming Pedersen, þjálfari liðsins, greinir frá þessu í viðtali við TV3Sport.

Sulemana er 19 ára gamall og kemur frá Gana en hann hefur átt frábært tímabil með Nordsjælland.

Hann hefur verið sérstaklega áberandi í úrslitakeppninni en þar hefur hann gert sex mörk og lagt upp tvö í aðeins átta leikjum.

Hann er með 10 mörk og 8 stoðsendingar í heildina á tímabilinu en Ajax, Liverpool og Manchester United vilja fá hann í sumar.

Pedersen segir að það verði erfitt að halda leikmanninum sem er metinn á 15 milljónir punda.

„Þetta er góð spurning. Ajax er öruggasta leiðin fyrir hann því hann mun pottþétt má mikinn spiltíma þar en Man Utd og Liverpool eru líka í baráttunni. Ég þekki Kamal það vel að þegar hann er undir pressu þá tekur hann spilamennskuna upp á næsta stig," sagði Pedersen.

„Með þennan persónuleika og þetta magnaða hugarfar þá mun ég aldrei segja að eitthvað skref sé of stórt fyrir hann því hann er sérstakur leikmaður," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner