Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. maí 2022 20:22
Victor Pálsson
Bellew var niðurbrotinn í hálfleik í gær
Mynd: EPA

Tony Bellew, fyrrum heimsmeistari í boxi og stuðningsmaður Everton, var á Goodison Park í gær er liðið spilaði við Crystal Palace í ótrúlegum leik.


Everton var 2-0 undir í hálfleik gegn Palace en tókst á svakalegan hátt að snúa leiknum sér í vil og vann 3-2 til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Frank Lampard hefur náð til leikmanna sinna í leikhléinu en Everton hefur verið í miklu brasi á tímabilinu og var lengi mjög líklegt til að falla.

Bellew er harður stuðningsmaður Everton og þurfti hann að upplifa ýmsar tilfinningar í sínu sæti á vellinum í gær.

„Ég var niðurbrotinn í hálfleik, ég sat þarna ásamt fjölskyldunni og ég var niðurbrotinn. Ég hef grátið, hlegið og farið í gegnum allar tilfinningar í kvöld. Þetta er knattspyrnufélagið Everton," sagði Bellew.

„Ég elska þetta félag og allt sem tengist því. Ég er svo ánægður með að ná þessu yfir línuna. Í hálfleik þá leið mér eins og ég gæti hoppað niður þar sem ég sat. Maður þarf að hafa trú og ég hef haft trú á Frank alveg síðan hann kom til liðsins."

„3-2, sigur og enn og aftur þá hef ég séð þetta allt saman.Við komum til baka öllum að óvörum, aðeins hjá Everton."


Athugasemdir
banner