Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 20. maí 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Stuðningskona Everton rassskellti Andersen
Mynd: EPA
Í gær mættust Everton og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Mikið var í húfi fyrir Everton en með sigri væri liðið öruggt með sæti sitt í deildinni. Það fór svo að Everton vann 3-2 eftri að hafa lent 0-2 undir og var það í fyrsta sinn í sögunni sem liðið vinnur eftir að hafa veirð 0-2 undir í hálfleik.

Í seinni hálfleik á Goodison Park í gær börðust þeir Dele Alli, leikmaður Everton, og Joachim Andersen, leikmaður Crystal Palace um boltann.

Andersen ætlaði sér að ná boltanum sem hafði farið út af vellinum en Dele var fyrir honum og tafði danska varnarmanninn. Andersen reif boltann af Dele en stuðningskona Everton sem var upp við leikmennina var ekki sátt með hegðun Danans.

Hún tók til sinna ráða og rassskellti Andersen eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner