Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 16:39
Victor Pálsson
Deschamps: Benzema þarf að skora mörk
Mynd: EPA
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, er alls ekki að missa traust á framherjanum Karim Benzema.

Benzema hefur enn ekki skorað á EM alls staðar í sumar en hann var fenginn inn í hópinn nokkuð óvænt fyrr á þessu ári.

Benzema er leikmaður Real Madrid en hann hefur svo sannarlega fengið færin í fyrstu tveimur leikjunum gegn bæði Þýskalandi og Ungverjalandi en án þess að skora.

Olivier Giroud situr á bekk Frakka þessa dagana en miðað við orð Deschamps mun hann ekki gera breytingar í leikjunum sem skipta máli.

„Benzema er fullur af reynslu og hann efast ekki um sjálfan sig. Hann hefur gert mjög góða hluti," sagði Deschamps en Frakkar eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Það hefur vantað markið. Hann veit að fólkið vill sjá mörk frá honum, hann veit það. Hann er framherji sem þarf að skora en það mikilvægasta er traust og hann hefur mitt traust."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner