Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. júní 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir óþarfi fyrir Man Utd að ná í Rice - Vill fá Varane
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: EPA
Declan Rice er sagður á óskalista Manchester United í sumar. Nicky Butt, fyrrum þjálfari í akademíu United og fyrrum leikmaður liðsins, segir hins vegar að United þurfi ekki að kaupa Rice frá West Ham.

„United þarf að fara að vinna titla. Þetta snýst um að ná í réttu leikmennina sem munu hjálpa þér að berjast um titla. Mér finnst Man Utd flottir á miðjunni. Ég heyri mikið um Declan Rice en er hann betri leikmaður en Scott McTominay?" segir Butt.

„Mér finnst Man Utd vel settir á miðjunni með McTominay, Paul Pogba og Bruno Fernandes. Við erum á góðum stað á miðsvæðinu."

Butt segir að helsta nauðsyn United sé að fá inn miðvörð með Harry Maguire.

„Raphael Varane er kannski eldri en flestir myndu vilja, en við þurfum bara að hugsa aftur til Teddy Sheringham. Hann kom til okkar þegar hann var 32 ára held ég. Hann hjálpaði okkur að vinna þrennuna. Ef það er hægt að fá hann, þá myndi ég gera allt til þess að gera það."

Varane, sem er 28 ára, á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Hann gæti yfirgefið spænska stórveldið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner