Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   lau 20. júlí 2019 10:17
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Danijel afgreiddi Letta
Danijel Dejan Djuric gerði bæði mörkin er U18 ára landslið Íslands hafði betur gegn því lettneska í gær.

Liðin mættust í æfingaleik í Lettlandi og mætast aftur á morgun, klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Danijel er réttfættur framherji fæddur í Búlgaríu í janúar 2003. Eldri bróðir hans fæddist í janúar 2001 og eiga þeir báðir framtíðina fyrir sér í knattspyrnuheiminum.

Þeir bræðurnir búa í Danmörku og eru partur af öflugu unglingastarfi FC Midtjylland.


Athugasemdir