Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 20. júlí 2021 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Ætlum að taka þann stóra og hinn, litli, er bónus
Kvenaboltinn
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst svörunin góð og við vissum að þessi leikur gæti farið á tvo vegu. Annað hvort að hann yrði í pattstöðu eins og fyrri leikurinn eða við myndum ganga frá leiknum og við gerðum það," sagði Eiður Ben Eiríksson, þjálfari Vals, eftir öruggan sigur gegn Þrótti í dag.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

Náðuð þið að nýta eitthvað vonbrigðin eftir tapið gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Nei, ekkert þannig. Við vorum fúl á föstudeginum og svo kom nýr dagur á laugardeginum og sem betur fer var sól á æfingu. Þetta er hluti af þessu og allir þessir leikmenn eru búnir að vera lengi í fótbolta og vita alveg um hvað þetta snýst. Þetta var bara eitt mót, við förum alltaf inn í tímabil og hugsum að við ætlum að taka þann stóra og hinn, þessi litli, er bónus."

„Ég er ánægður með alla leikmennina, ánægður með leikmennina sem komu inn á, þeir svöruðu heldur betur kallinu. Líka ánægður með leikmennina sem komu inn í liðið úr síðasta leik. Ég er mjög ánægður með leikinn heilt yfir."

Eiður hafði einnig tíma í að skjóta aðeins á sérfræðinga og tjáði sig um áhuga erlendra félaga á Elínu Mettu Jensen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner