Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 20. júlí 2021 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Ætlum að taka þann stóra og hinn, litli, er bónus
Kvenaboltinn
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst svörunin góð og við vissum að þessi leikur gæti farið á tvo vegu. Annað hvort að hann yrði í pattstöðu eins og fyrri leikurinn eða við myndum ganga frá leiknum og við gerðum það," sagði Eiður Ben Eiríksson, þjálfari Vals, eftir öruggan sigur gegn Þrótti í dag.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

Náðuð þið að nýta eitthvað vonbrigðin eftir tapið gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Nei, ekkert þannig. Við vorum fúl á föstudeginum og svo kom nýr dagur á laugardeginum og sem betur fer var sól á æfingu. Þetta er hluti af þessu og allir þessir leikmenn eru búnir að vera lengi í fótbolta og vita alveg um hvað þetta snýst. Þetta var bara eitt mót, við förum alltaf inn í tímabil og hugsum að við ætlum að taka þann stóra og hinn, þessi litli, er bónus."

„Ég er ánægður með alla leikmennina, ánægður með leikmennina sem komu inn á, þeir svöruðu heldur betur kallinu. Líka ánægður með leikmennina sem komu inn í liðið úr síðasta leik. Ég er mjög ánægður með leikinn heilt yfir."

Eiður hafði einnig tíma í að skjóta aðeins á sérfræðinga og tjáði sig um áhuga erlendra félaga á Elínu Mettu Jensen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner