Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 20. júlí 2022 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áhorfsmet á EM þegar Ísland tók á móti Frakklandi
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Clara Mateo landsliðskonu Frakklands í leiknum á mánudaginn
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Clara Mateo landsliðskonu Frakklands í leiknum á mánudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland féll úr leik á EM kvenna eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi á mánudaginn.


Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum riðilsins. Gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu.

Það vekur athygli að það er greinilegt að þjóðin fylgdist grant með leiknum gegn Frakklandi en samkvæmt bráðabirgðatölum sem bárust í dag var áhorfsmet á Íslandi á leikinn á EM kvenna.

68% þjóðarinnar horfði á leikinn í sjónvarpinu en gamla metið kom einmitt í leik gegn Frakklandi en það var 1-0 tap á EM í Hollandi árið 2017 þegar 58% sáu leikinn.

Það var Valgeir Vilhjálmsson markaðsrannsóknarstjóri Rúv sem birti þessa tölfræði á Twitter síðu sína í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner