Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 20. september 2019 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Freyr: Sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum
Kvenaboltinn
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Við vorum búnar að bíða eftir þessu í fjóra leiki og kominn tími á þetta. Heldur betur sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum, sagði aðstoðarþjálfari FH, Árni Freyr Guðnason, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Okkur fannst við vera með lið sem átti að fara upp, eitt af betri liðunum. Við hikstuðum aðeins undir lokin og gerðum þetta óþægilega spennandi."

„Mér fannst leikurinn í kvöld góður. Eðlilega var mikið stress framan af en eftir að þær misstu mann af velli tókum við yfir og þá var þetta aldrei í hættu."

„Markið kom ekki í fyrri hálfleik og við vorum að spila gegn sterkum vindi í seinni hálfleik. Í hálfleik var maður smá "nervous" með þetta en sem betur fer kláruðum við dæmið."


Talið barst næst að leikmannahópi liðsins og hvernig hann mun líta út á komandi leiktíð.

„Ég veit af einhverjum leikmönnum sem við erum að horfa til. Við vildum klára okkar og sjá svo til. Ég held að það séu allir leikmenn með samning nema Birta (Georgsdóttir) sem er á láni (frá Stjörnunni), við viljum að sjálfsögðu halda henni.

Í kjölfarið var Árni spurður út í sína framtíð sem og aðalþjálfarans Guðna Eiríkssonar.

„Það er góð spurning. Ég held að Guðni sé með samning áfram en ég er það ekki. Við hljótum að setjast niður og höldum vonandi þessu frábæra samstarfi áfram."

Athugasemdir
banner
banner