Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Ástæða fyrir að við erum með fjóra heimsklassa miðverði
Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið getið brugðist við því ef varnarmaðurinn öflugi Virgil van Dijk verði fyrir meiðslum.

Auk Van Dijk er Liverpool með miðverðina Joel Matip, Joe Gomez og Dejan Lovren innan sinna raða.

Keppinautar Liverpool í Manchester City hafa misst Aymeric Laporte og John Stones í meiðsli að undanförnu. Því er miðjumaðurinn Fernandinho nú við hlið Nicolas Otamendi í vörninni.

Aðspurður hvort það haldi fyrir honum vöku að óttast að Van Dijk meiðist sagði Klopp: „Ekki ennþá. Það er ástæða fyrir því við erum með fjóra miðverði. Ég hef sagt það oft áður að við erum með fjóra heimsklassa miðverði."

„Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir þann sem er númer 4 í röðinni í augnablikinu og fær ekki að spila. Auðvitað geta meiðsli orðið en við getum ekki hugsað um það áður en það gerist. Við þurfum öll heppni til að ná velgengni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner