Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 20. september 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chuba Akpom kominn til Middlesbrough (Staðfest)
Akpom fór upp um deild með Hull tímabilið 2015-16.
Akpom fór upp um deild með Hull tímabilið 2015-16.
Mynd: Getty Images
Middlesbrough er búið að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Chuba Akpom sem ólst upp hjá Arsenal.

Akpom verður 25 ára í október og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði PAOK í Grikklandi undanfarin ár.

Á tíma sínum hjá Arsenal spilaði Akpom aðeins tólf leiki og var meðal annars lánaður til Hull City og Brighton þegar félögin komust upp úr Championship deildinni.

Akpom gerði 18 mörk í 79 leikjum hjá PAOK og mun berjast við Ashley Fletcher og Britt Assombalonga um byrjunarliðssæti.

Akpom þótti gífurlegt efni á sínum tíma og skoraði 20 mörk í 44 leikjum fyrir yngri landslið Englands, allt frá U16 að U21.


Athugasemdir
banner
banner
banner