Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 20. september 2020 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Luke Shaw: Þurfum nokkra leikmenn í viðbót
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw telur að Manchester United þurfi að krækja í nokkra nýja leikmenn til að gera góða hluti á tímabilinu eftir vandræðalegt tap á heimavelli gegn Crystal Palace í fyrsta leik nýs úrvalsdeildartímabils.

Shaw átti nokkuð slakan leik og hefur Ole Gunnar Solskjær stjóri Man Utd kallað eftir nýjum miðverði, vinstri bakverði og hægri kantmanni.

Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefur verið orðaður sterklega við Man Utd og myndi hann væntanlega taka sæti Shaw í liðinu.

„Við erum með mjög góðan hóp en ég tel okkur þurfa nokkra leikmenn í viðbót til að styrkja liðið. Þegar þú lítur í kringum þig og sérð öll liðin styrkja sig þá verðum við að gera það líka til að halda í við keppinautana," sagði Shaw.

„Allur hópurinn var bara saman í eina viku á undirbúningstímabilinu og þess vegna förum við svona hægt af stað. Við vorum ekki í leikformi gegn Palace og okkur vantaði sjálfstraust. Við höfum ekki náð að undirbúa okkur nógu vel fyrir tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner