Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 21. janúar 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Villa lánar Kalinic (Staðfest) - Aftarlega í goggunarröðinni
Í gær staðfesti Aston Villa að félagið hefði lánað markvörðinn Lovre Kalinic til Toulouse í Frakklandi.

Kalinic er 29 ára gamall króatískur landsliðsmaður sem kom til Villa frá Gent árið 2018. Hjá Villa lék hann átta deildarleiki. alla í Championship-deildinni.

Þegar Tom Heaton meiddist var talið að Kalinic og Örjan Nyland myndu berjast um aðalmarkvarðarstöðuna og spilaði Nyland fyrstu leikina eftir meiðsli Heaton.

Félagið fékk svo Pepe Reina frá AC Milan sem verður aðalmarkvörður og Nyland verður varamarkvörður.


Athugasemdir
banner