Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. janúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atvinnumennskan kallar á íslenskar fótboltakonur
Alexandra samdi við Frankfurt í Þýskalandi.
Alexandra samdi við Frankfurt í Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára fór til Celtic á láni.
Barbára fór til Celtic á láni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava gekk í raðir Bordeaux í Frakklandi.
Svava gekk í raðir Bordeaux í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir, sem er dóttir Andra Sigþórssonar, samdi við Noregsmeistara Vålerenga.
Amanda Andradóttir, sem er dóttir Andra Sigþórssonar, samdi við Noregsmeistara Vålerenga.
Mynd: Getty Images
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna upp á síðkastið hafa margar fótboltakonur haldið frá Íslandi og farið erlendis í atvinnumennsku. Jafnframt hafa nokkrar skipt á milli félaga erlendis.

Þetta er mikið fagnaðarefni og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir EM kvenna sem fer fram í Englandi 2022. Eru leikmenn að fara í öflugar deildir og verður gaman að fylgjast með þeim þar.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir félagaskipti íslenskra leikmanna sem hafa átt sér stað frá 1. desember síðastliðnum.

Arna og Barbára til Skotlands
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir ákváðu báðar að fara til Skotlands. Arna fór frá Þór/KA til Skotlandsmeistara Glasgow á láni og Barbára, sem lék sína fyrstu landsleiki á síðasta ári, var lánuð frá Selfossi til Celtic.



Andrea og Svava sömdu í Frakklandi
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gekk nýverið til liðs við Le Havre þar sem hefur myndast nokkur Íslendinganýlenda. Þar eru einnig Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Þá gekk hin marksækna Svava Rós Guðmundsdóttir við Bordeaux sem er eitt af sterkari liðum Frakklands. Landsliðfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur auðvitað með Evrópumeisturum Lyon sem eru einnig í frönsku úrvalsdeildinni.



Efnilegt tríó til Þýskalands
Þrír gríðarlega efnilegir leikmenn sem spiluðu með Breiðabliki síðasta sumar ákváðu að fara í þrjú mismunandi félög í Þýskalandi. Hér er auðvitað um að ræða þær Alexöndru Jóhannsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Sveindís Jane Jónsdóttur, sem spiluðu allar gott hlutverk í íslenska landsliðinu í síðustu leikjum síðasta árs. Alexandra gekk í raðir Frankfurt, Karólína samdi við stórveldið Bayern München og Sveindís gekk í raðir Wolfsburg, sem hefur verið sterkasta lið Þýskalands undanfarin ár. Sveindís fer fyrst til Kristianstad þar sem hún mun spila undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur.



Guðný samdi við stórveldi á Ítalíu
Varnarmaðurinn efnilegi Guðný Árnadóttir gekk í raðir stórveldisins AC Milan á Ítalíu. Hún mun hins vegar fyrst um sinn spila með Napoli á Ítalíu og verður fróðlegt að fylgjast með henni í ítalska boltanum á næstunni.

Hin efnilega Amanda í lið með Ingibjörgu
Ingibjörg Sigurðardóttir átti magnað ár með Vålerenga í Noregi á síðasta ári. Hún varð Noregsmeistari, bikarmeistari og var valin best í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Á þessu ári mun hún leika í Vålerenga með íslenskum liðsfélaga, Amöndu Andradóttur. Amanda er aðeins 17 ára og kom frá Vålerenga frá Nordsjælland í Danmörku.

Berglind, Hallbera og Hlín til Svíþjóðar
Sænska úrvalsdeildin er yfirleitt mjög vinsæl hjá Íslendingum. Þrír íslenskir leikmenn sömdu nýverið við sænsk félagslið. Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, gekk í raðir Örebro, hin reynslumikla Hallbera Guðný Gísladóttir samdi við AIK og hin mjög svo efnilega Hlín Eiríksdóttir gekk í raðir Piteå.



Fleiri á leiðinni út?
Það er alls ekki af og frá að fleiri fótboltakonur séu á leið erlendis. Cecilía Rán Rúnarsdóttir er sterklega orðuð við félög erlendis, þar á meðal Everton í Englandi. Svo eru klárlega fleiri leikmenn heima í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner