Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 21. janúar 2021 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Davíð Örn Atlason keyptur til Breiðabliks (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Breiðablik er búið að festa kaup á bakverðinum öfluga Davíð Erni Atlasyni sem á vel yfir 100 keppnisleiki að baki fyrir Víking R.

Davíð Örn er 26 ára gamall og er talinn einn af bestu bakvörðum Pepsi Max-deildarinnar. Hann á yfir 100 leiki að baki í efstu deild og varð bikarmeistari með Víkingi 2019.

„Frábærar fréttir fyrir Breiðablik að hafa fengið Davíð Örn Atlason til félagsins. Hann hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar undanfarin ár og mun styrkja leikmannahópinn okkar bæði innan vallar sem utan. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í hópinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.

Davíð Örn er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Blika sem gildir út tímabilið 2024. Hann gat valið á milli stærstu liða íslenska boltans og kaus að klæðast grænu.
Athugasemdir
banner
banner
banner