Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 21. janúar 2023 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dramatík í Seville - Öruggt hjá Atlético
Ivan Rakitic skoraði sigurmark Sevilla úr vítaspyrnu
Ivan Rakitic skoraði sigurmark Sevilla úr vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata skoraði 50. deildarmark sitt í La Liga
Alvaro Morata skoraði 50. deildarmark sitt í La Liga
Mynd: EPA
Sevilla vann dramatískan 1-0 sigur á Cadiz í botnbaráttu La Liga á Spáni í kvöld. Ivan Rakitic skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Tímabilið hjá Sevilla til þessa er ekkert nema vonbrigði en stuðningsmenn félagsins sáu ástæðu til að fagna í kvöld.

Erik Lamela kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Leikmenn voru ekki ekki sáttir við ákvörðun VAR og töldu að það hafi átt að standa.

Jorge Sampaoli, þjálfari Sevilla, var stuttu síðar rekinn upp í stúku eftir að hann fékk sitt annað gula spjald.

Sigurmarkið kom þó. Sevilla fékk vítaspyrnu undir lok leiks og var Ivan Alejo, varnarmaður Cadiz, rekinn af velli. Ivan Rakitic steig á punktinn og tryggði sigurinn. Sevilla er nú í 15. sæti með 18 stig en Cadiz í 19. sæti með 16 stig.

Atlético Madríd vann þá Real Valladolid, 3-0. Alvaro Morata skoraði 50. mark sitt í La Liga á 18. mínútu áður en Antoine Griezmann gerði annað markið fimm mínútum síðar. Mario Hermoso gerði út um leikinn á 28. mínútu með þriðja markinu.

Memphis Depay spilaði fyrsta leik sinn fyrir félagið eftir að hann kom frá Barcelona, en hann lék síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Atlético er í 4. sæti með 31 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Madrid 3 - 0 Valladolid
1-0 Alvaro Morata ('18 )
2-0 Antoine Griezmann ('23 )
3-0 Mario Hermoso ('28 )

Rayo Vallecano 0 - 2 Real Sociedad
0-1 Alexander Sorloth ('15 )
0-2 Ander Barrenetxea ('36 )

Espanyol 1 - 0 Betis
1-0 Martin Braithwaite ('43 )

Sevilla 1 - 0 Cadiz
1-0 Ivan Rakitic ('89 , víti)
Rautt spjald: Ivan Alejo, Cadiz ('87)
Athugasemdir
banner