Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 21. febrúar 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: PSG tapaði á heimavelli - Lille á toppnum
Fonte, fyrrum leikmaður Southampton og West Ham
Fonte, fyrrum leikmaður Southampton og West Ham
Mynd: Getty Images
PSG tapaði í kvöld 0-2 á heimavelli gegn Mónakó. Fyrr í dag hafði Lille styrkt stöðu sína í toppsætinu með 1-4 útisigri á Lorient.

Það voru þeir Sofiane Diop og Guillermo Maripan sem skoruðu mörk Monako, fyrra markið skoraði Diop á sjöttu mínútu og Maripan skoraði seinna markið á sjöttu mínútu seinni hálfleiks. PSG átti einungis eitt skot á mark gestana í kvöld þrátt fyrir að halda boltanum 75% af leiktímanum.

Í sigri Lille skoruðu þeir Domagoj Bradaric, Jose Fonte og Jonathan Ikone mörk gestanna, auk þess skoruðu heimamenn eitt sjálfsmark.

Lille er nú með þriggja stiga forskot á Lyon sem er í öðru sætinu. PSG er stigi á eftir Lyon og Mónako þar tveimur stigum á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner