Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. febrúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig er að vinna með Ravel Morrison? - „Magnaður fótboltamaður"
Morrison í búningi Östersund.
Morrison í búningi Östersund.
Mynd: Getty Images
Ian Burchnall.
Ian Burchnall.
Mynd: Getty Images
Miðað við það sem hefur verið sagt um hann, þá hefði Ravel Morrison getað orðið einn besti fótboltamaður í heimi en það hefur ekki mikið ræst úr ferli hans.

Þegar hann var 14 ára gamall sagði Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Manchester United, að Morrison væri einn hæfileikaríkasti leikmaður sem hann hefði séð á því aldursbili. En Morrison spilaði bara þrjá aðalliðsleiki með Man Utd áður en hann fór til West Ham árið 2012.

Enski fótboltaþjálfarinn Ian Burchnall fékk Morrison til Östersund í Svíþjóð. Hann hefur ekkert nema gott um hann að segja.

„Hann er magnaður fótboltamaður," sagði Burchnall við Fótbolta.net.

„Hann sér hluti á vellinum sem aðrir sjá ekki. Ég stóð einu sinni fyrir aftan hann á æfingu og bjóst við því að hann myndi gefa sendingu sem ég sá en svo gaf hann einhverja allt aðra sendingu sem ég hefði aldrei nokkurn tímann séð."

„Sem manneskja er hann góður drengur, auðmjúkur og kurteis. Hann átti erfitt þegar hann var að alast upp og það getur haft áhrif á fólk. Ég hafði mjög gaman að því að vinna með honum. Hann spilaði átta leiki með okkur og við töpuðum ekki einum leik þar sem hann byrjaði. Hann fór svo til Sheffield United. Það var áhugavert að vinna með honum."

Af hverju hefur honum ekki gengið sem skyldi á ferlinum?

„Ég mæli með að hlusta á hlaðvarpið sem hann gerði með Rio Ferdinand í vikunni. Eftir að hann fór frá Manchester United, þá fór hann til West Ham þar sem hann stóð sig vel. Öll skiptin hans hafa verið skammtíma, lánssamningar og stuttir samningar. Hann þarf að fá marga leiki til að koma sér í form og komast á það stig sem hann getur verið á. Þegar þú ert á láni færðu stundum ekki marga leiki til að koma þér í form. Þú færð oft inn leikmann á láni til þess að hann hafi áhrif strax."

„Hann þarf að fá félag sem lítur á hann og hugsar: 'hann er 28 ára núna. Hérna er tveggja ára samningur, farðu út og spilaðu og við ætlum að reyna að ná því besta út úr þér í tvö ár. Orðspor hans hjálpar honum ekki og félög eru kannski ekki tilbúin að gefa honum lengri samninga. Hann þarf því alltaf að hafa áhrif strax og það getur verið erfitt."

Hér fyrir neðan má hlusta á hlaðvarpið sem Rio Ferdinand gerði með Morrison sem er núna 28 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner