Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Porto og Arsenal: Erfitt kvöld hjá sóknarmönnunum
Gabriel Martinelli var ekki upp á sitt besta í kvöld
Gabriel Martinelli var ekki upp á sitt besta í kvöld
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Galeno var maður leiksins í 1-0 sigri Porto á Arsenal í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Porto í kvöld.

Galeno skoraði eina mark Porto seint í uppbótartíma með glæsilegu skoti fyrir utan teig.

Sky Sports valdi hann mann leiksins og gaf honum 8 fyrir frammistöðuna.

Alan Varela var þá magnaður á miðsvæðinu og Pepe öflugur í vörninni, en Pepe er elsti útileikmaður til að spila í úrslitakeppninni.

Gabriel Magalhaes og Declan Rice voru bestu menn Arsenal með 8.

Leandro Trossard, Bukayo Saka og Gabriel Martinelli hafa allir átt betri daga í liði Arsenal.

FC Porto: Diogo Costa (7); Mario (6), Otavia (7), Pepe (7), Wendell (6); Nico Gonzalez (6), Varela (8); Conceicao (7), Pepe (7), Galeno (8); Evanilson (6)
Varamenn: Jaime (6), Martinez (n/a), Borges (n/a)

Arsenal: Raya (7); White (6), Saliba (7), Gabriel (8), Kiwior (7); Rice (8), Odegaard (7), Havertz (6); Saka (6), Trossard (5), Martinelli (6)
Varamenn: Jorginho (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner