Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær er til í að taka við Bayern
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: EPA
Norski þjálfarinn Ole Gunnar Solskjær er reiðubúinn að taka við af Thomas Tuchel ef Bayern München ákveður að láta hann fara áður en tímabilið klárast. Þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.

Tuchel og Bayern München náðu samkomulagi um að þjálfarinn yfirgefi félagið eftir tímabilið.

Bayern hefur spilað langt undir getu á leiktíðinni. Liðið er átta stigum frá toppliði Bayer Leverkusen og úr leik í bikarnum. Það á þá hættu á að detta úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Árangurinn er afar slakur og ef ástandið versnar gæti farið svo að Tuchel verði rekinn frá félaginu áður en tímabilið klárast.

Stórliðið þyrfti þá að finna mann í hans stað en Solskjær er reiðubúinn til að stýra liðinu út tímabilið.

Solskjær tók sér frí eftir að hann var rekinn frá Manchester United í lok árs 2021. Síðan þá hefur hann snúið aftur til Noregs og komið að þjálfun hjá yngri flokkum Kristiansund.
Athugasemdir
banner
banner
banner