Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann sagður brjálaður út af ákvörðun landsliðsþjálfarans
Griezmann fagnar marki með Frakklandi.
Griezmann fagnar marki með Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Það greint frá því í morgun að Kylian Mbappe væri tekinn við fyrirliðabandinu hjá franska landsliðinu.

Mbappe er bara 24 ára en hann er mikil ofurstjarna. Leikmaðurinn stórkostlegi er búinn að spila 66 A-landsleiki og hefur í þeim skorað 33 mörk. Hann átti mjög stóran þátt í því að Frakkland vann HM 2018 og komst í úrslit í fyrra.

Valið stóð á milli Mbappe og Antoine Griezmann, en sá síðarnefndi á að vera varafyrirliði þrátt fyrir að vera með mun meiri reynslu.

Núna segir Le Figaro frá því að Griezmann sé brjálaður út af þessari ákvörðun hjá landsliðsþjálfaranum, Didier Deschamps. Griezmann er sagður íhuga það að hætta að spila með landsliðinu.

Griezmann á að baki 117 A-landsleiki fyrir Frakklandi og taldi sjálfan sig vera betri kost í þessa ábyrgðarstöðu en Deschamps taldi annað.

Það verður fróðlegt að sjá hvað verður, en Griezmann er allavega í hópnum fyrir komandi leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner