Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höjbjerg um Conte: Hann verður að útskýra hvernig honum líður
Mynd: EPA

Pierre Emile Höjbjerg leikmaður Tottenham hefur tjáð sig um ummæli Antonio Conte stjóra liðsins sem hafa vakið mikla athygli.


Hann gagnrýndi hugarfar leikmanna harkalega eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Southampton og fjölmiðlar á Englandi segja að Daniel Levy stjórnarformaður liðsins sé að skoða að reka Conte fyrir ummælin.

„Við höfum allir séð þetta (ummæli Conte). Hann var mjög hreinskilinn og opinn. Hann er ekki sáttur. Hann hefði ekki gert þetta ef við hefðum komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinna og undanúrslit enska bikarsins," sagði Höjbjerg.

„Þetta kemur vegna þess að við náðum því miður ekki þeim úrslitum sem liðið og félagið vildi. Við erum enn þar sem við viljum og verðum að vera í úrvalsdeildinni en já þetta er erfitt."

Hann vildi þó ekki tjá sig um tilfinningar sínar gagnvart ummælunum.

„Hann verður að útskýra hvernig honum líður áður en ég sem leikmaður get vegið og metið þetta," sagði Höjbjerg.


Athugasemdir
banner
banner
banner