Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Langlíklegast að Mason taki við út tímabilið - Kemur Glasner svo inn?
Ryan Mason.
Ryan Mason.
Mynd: EPA
Það bendir allt til þess að Antonio Conte, stjóri Tottenham, verði látinn fara frá félaginu á næstunni. Conte kom með mikla ræðu eftir jafnteflið við Southampton á laugardag og stjórnarmenn Tottenham horfa í að það eina í stöðunni sé að láta Ítalann fara.

Samkvæmt veðbönkum er Ryan Mason langlíklegastur [stuðull 1,1] til að taka við starfinu af Conte, það yrði þó líklegast einungs til bráðabirgða. Mason er 31 árs fyrrum leikmaður Tottenham sem stýrði liðinu tímabundið vorið 2021 eftir að Jose Mourinho var látinn fara. Mason er í dag í þjálfateyminu í kringum aðallið Tottenham.

Næstu tveir á lista eru þeir Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham og síðast stjóri PSG, og svo Oliver Glasner. Glasner er í dag stjóri Frankfurt í Þýskalandi. Hann gerði liðið að Evrópudeildarmeisturum síðasta vor.

Glasner er samkvæmt Christian Falk hjá Bild á lista hjá Tottenham og búið er að hafa samband við umboðsmann þjálfarans.

Glasner er 48 ára Austurríksmaður og áður en hann tók við Frankfurt árið 2021 hafði hann þjálfað hjá SV Ried og LASK í heimalandinu og Wolfsburg í Þýskalandi.


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner