Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. mars 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe tekur við fyrirliðabandinu hjá Frakklandi
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe er nýr fyrirliði franska landsliðsins en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, er búinn að taka ákvörðun um þetta.

Hugo Lloris, sem hefur borið fyrirliðabandið hjá Frakklandi síðustu árin, ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir HM í Katar. Því þurfti að finna nýjan fyrirliða.

Samkvæmt ESPN þá greindi Deschamps liðinu frá því í gærkvöldi að Mbappe væri búinn að taka við fyrirliðabandinu.

Mbappe er bara 24 ára en hann er mikil ofurstjarna. Leikmaðurinn stórkostlegi er búinn að spila 66 A-landsleiki og hefur í þeim skorað 33 mörk. Hann átti mjög stóran þátt í því að Frakkland vann HM 2018 og komst í úrslit í fyrra.

Antonie Griezmann verður varaliði fyrir Mbappe, en næsti leikur Frakka er gegn Hollandi í undankeppni EM á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner