Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nikolaj Hansen nýr fyrirliði Víkings
Danski framherjinn með bandið.
Danski framherjinn með bandið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er búinn að ákveða fyrirliða fyrir komandi tímabil. Júlíus Magnússon var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili en hann var keyptur til norska félagsins Fredrikstad í síðasta mánuði.

Nikolaj Hansen bar fyrirliðabandið gegn Val í Lengjubikarnum á laugardag og verður Daninn fyrirliði Víkings í sumar.

„Hann verður okkar fyrirliði. Hann er að nálgast sitt besta form, var lítið með í fyrra og við söknuðum hans mikið. Hann er búinn að æfa gríðarlega vel og er búinn að vera leiðtogi á æfingum," sagði Arnar.

„Svo ertu með Pablo [Punyed], Halla [Halldór Smára Sigurðsson], Oliver [Ekroth] og fleiri stráka. En þeir þurfa ekkert bandið til að hækka sinn leik. Mér finnst Niko vera það sterkur andlega að hann á að geta höndlað þetta mjög vel," bætti þjálfarinn við.

Nikolaj er nýorðinn þrítugur og hefur spilað á Íslandi frá árinu 2016. Það tímabil lék hann með Val sem og fyrri hluta tímabilsins 2017. Í kjölfarið skipti hann í Víking og hefur verið þar síðan. Hann var markakóngur tímabilið 2021 þegar hann skoraði sextán mörk í 21 leik og í fyrra skoraði hann sex mörk í 21 leik.
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Athugasemdir
banner
banner
banner