Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 21. maí 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Þetta var nú bara eiginlega engin fótboltaleikur
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra var á hraðferð eftir 1-1 jafntefli Vestra gegn Þrótti Vogum á Vodaídýfuvellinum í Vogum í dag en gestirnir frá Ísafirði voru á leið beint í flug aftur vestur á Ísafjörð að leik loknum.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

„Þetta var nú bara eiginlega engin fótboltaleikur. Þetta var bara kýlingar fram og barátta og það var alveg sama hvar boltinn var á vellinum hjá þeim það var bara neglt fram. En það er bara eins og það er. Þetta er bara Þróttur Vogum, sérstaklega á heimavelli og vegna þess að þeir hafa tapað fyrstum tveimur leikjunum og þeir vildu bara setja baráttuna í gang til að fá eitthvað út úr þessum leik en við bara mættum ekki í þessa baráttu og vorum ekki tilbúnir að fara í þennan slag. “ Sagði Gunnar um sín fyrstu viðbrögð eftir leikinn.

Framundan hjá Vestra er fyrsti heimaleikur sumarsins en liðið tekur á móti Þór um næstu helgi. Í millitíðinni eiga þeir þó bikarleik gegn Aftureldingu sem einnig fer fram á Ísafirði. Er Gunnar spenntur að geta loks spilað fyrir framan heimamenn þar?

„Það er bara geggjað að fólkið okkar fari að sjá okkur inn æa vellinum og ég vona það að okkar menn séu meira klárir í það heldur en þeir voru í þessum leik því að í þessari deild, ef þú getur ekki barist þá verður þú svolítið á eftir “
Athugasemdir
banner