Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 21. maí 2022 17:05
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Þetta var nú bara eiginlega engin fótboltaleikur
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra var á hraðferð eftir 1-1 jafntefli Vestra gegn Þrótti Vogum á Vodaídýfuvellinum í Vogum í dag en gestirnir frá Ísafirði voru á leið beint í flug aftur vestur á Ísafjörð að leik loknum.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

„Þetta var nú bara eiginlega engin fótboltaleikur. Þetta var bara kýlingar fram og barátta og það var alveg sama hvar boltinn var á vellinum hjá þeim það var bara neglt fram. En það er bara eins og það er. Þetta er bara Þróttur Vogum, sérstaklega á heimavelli og vegna þess að þeir hafa tapað fyrstum tveimur leikjunum og þeir vildu bara setja baráttuna í gang til að fá eitthvað út úr þessum leik en við bara mættum ekki í þessa baráttu og vorum ekki tilbúnir að fara í þennan slag. “ Sagði Gunnar um sín fyrstu viðbrögð eftir leikinn.

Framundan hjá Vestra er fyrsti heimaleikur sumarsins en liðið tekur á móti Þór um næstu helgi. Í millitíðinni eiga þeir þó bikarleik gegn Aftureldingu sem einnig fer fram á Ísafirði. Er Gunnar spenntur að geta loks spilað fyrir framan heimamenn þar?

„Það er bara geggjað að fólkið okkar fari að sjá okkur inn æa vellinum og ég vona það að okkar menn séu meira klárir í það heldur en þeir voru í þessum leik því að í þessari deild, ef þú getur ekki barist þá verður þú svolítið á eftir “
Athugasemdir
banner