Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 21. maí 2022 19:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Þór: Þökkum auðvitað fyrir stigið
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skagamenn heimsóttu Eyjamenn á Hásteinsvöll þegar 7.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í dag. 

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð eftir flotta byrjun á mótinu en sóttu mikilvægt stig til Eyja í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Miðað við hvernig þessi leikur þróaðist og endaði að þá þökkum við auðvitað fyrir stigið. Fyrri hálfleikur fannst mér í fínu jafnvægi og erum að skapa okkur hérna fín færi og það eru að koma ágætis kaflar í þetta hjá okkur í fyrri hálfleik og ágætis orka í fyrri hálfleiknum en seinni hálfleikurinn eru vonbrigði að við skyldum ekki láta kné fylgja kviði." Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir leikinn í dag.

„Mér finnst sérstaklega eftir að vestmannaeyjingar misstu mann útaf að þá finnst mér við bara vera að ströggla og þeir tvíefldust við það á meðan við bara einhvernveginn koðnuðum niður og orkan var öll þeim megin eins og sást auðvitað í loka kaflanum að Árni varði frábærlega í tvígang og hélt okkur inn í þessu."

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð en náðu að sækja sterkt stig þegar uppi var staðið.

„Á endanum er það það en vissulega ætluðum við okkur sigur og mér fannst fyrri hálfleikurinn gefa það til kynna." 

Nánar er rætt við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner