Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 21. maí 2022 19:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Jón Þór: Þökkum auðvitað fyrir stigið
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skagamenn heimsóttu Eyjamenn á Hásteinsvöll þegar 7.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í dag. 

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð eftir flotta byrjun á mótinu en sóttu mikilvægt stig til Eyja í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Miðað við hvernig þessi leikur þróaðist og endaði að þá þökkum við auðvitað fyrir stigið. Fyrri hálfleikur fannst mér í fínu jafnvægi og erum að skapa okkur hérna fín færi og það eru að koma ágætis kaflar í þetta hjá okkur í fyrri hálfleik og ágætis orka í fyrri hálfleiknum en seinni hálfleikurinn eru vonbrigði að við skyldum ekki láta kné fylgja kviði." Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir leikinn í dag.

„Mér finnst sérstaklega eftir að vestmannaeyjingar misstu mann útaf að þá finnst mér við bara vera að ströggla og þeir tvíefldust við það á meðan við bara einhvernveginn koðnuðum niður og orkan var öll þeim megin eins og sást auðvitað í loka kaflanum að Árni varði frábærlega í tvígang og hélt okkur inn í þessu."

Skagamenn höfðu fyrir leikinn í dag tapað þrem leikjum í röð en náðu að sækja sterkt stig þegar uppi var staðið.

„Á endanum er það það en vissulega ætluðum við okkur sigur og mér fannst fyrri hálfleikurinn gefa það til kynna." 

Nánar er rætt við Jón Þór Hauksson þjálfara ÍA í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner