Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. maí 2022 17:10
Brynjar Ingi Erluson
Sunderland upp í ensku B-deildina
Leikmenn Sunderland mæta ferskir í B-deildina á næsta tímabili
Leikmenn Sunderland mæta ferskir í B-deildina á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Sunderland er komið aftur upp í ensku B-deildina eftir að hafa unnið Wycombe Wanderers, 2-0, í umspili í dag.

Saga Sunderland síðustu ár hefur þótt fremur dapurleg en liðið féll niður um tvær deildir á tveimur árum.

Liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2017 og svo beint niður í C-deildina árið eftir.

Sunderland hefur spilað þar síðustu fjögur árin og alltaf verið hársbreidd frá því að komast aftur upp í B-deildina og tókst það loks í dag.

Elliot Embleton kom Sunderland yfir á 12. mínútu áður en Ross Stewart tryggði sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok.

Sunderland er því komið aftur upp í B-deildina og það við mikinn fögnuð stuðningsmanna, en fólk hefur fengið að kynnast félaginu og leikmönnum þess í gegnum heimildaþættina vinsælu, Sunderland Till I Die, sem hægt er að streyma á Netflix.


Athugasemdir
banner
banner
banner