Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   þri 21. maí 2024 23:31
Brynjar Ingi Erluson
Næsti heimaleikur Vestra færður á Avis völlinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Næsti heimaleikur Vestra í Bestu deild karla fer fram á Avis-vellinum í Laugardal en þetta verður í þriðja sinn sem Vestri spilar heimaleik sinn þar.

Kerecis-völlurinn, heimavöllur Vestra, er ekki klár en unnið er að því að leggja hitalagnir í völlinn.

Vestri hefur spilað tvo heimaleiki sína á AVIS-vellinum í Laugardal og nú hefur næsti heimaleikur liðsins verið færður þangað en sá leikur er gegn Stjörnunni 2. júní.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, vonaðist til þess að völlurinn yrði klár fyrir leikinn gegn Stjörnunni en það gekk ekki eftir.

„Ég ætla rétt að vona það. Það eru allir að leggja sitt að mörkum, hálfur Ísafjarðarbær er að leggja hitalagnir í völlinn. Það eru allir að reyna gera þetta saman," sagði Davíð.

„Við virkilega þurfum á því að halda að fá alla með okkur þegar við förum á okkar heimavöll á Ísafirði. Ef við fáum það þá hef ég ekki áhyggjur,“
sagði Davíð eftir 3-1 tap Vestra gegn KA í Mjólkurbikarnum á dögunum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner