Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
   fös 21. júní 2024 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak fagnar marki með Stjörnunni.
Ísak fagnar marki með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak er leikmaður Norrköping í Svíþjóð.
Ísak er leikmaður Norrköping í Svíþjóð.
Mynd: Guðmundur Svansson
„Það er mjög næs að hitta alla vinina og fjölskylduna. Aðeins að njóta heima á Íslandi í smástund. Ég held að allir í liðinu hafi þurft á smá fríi að halda," sagði Ísak Andri Sigurgeirsson í samtali við Fótbolta.net.

Hann kom við í stutt viðtal þar sem hann er stuttu fríi á Íslandi. Ísak er leikmaður Norrköping í Svíþjóð en tímabilið þar hefur ekki byrjað eins og hann né liðið óskaði sér.

Ísak Andri var einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á meðan hann var þar á síðasta tímabili. Hann stóð sig það vel að Norrköping í Svíþjóð keypti hann.

Ísak hefur ekki fengið að spila mikið á þessu tímabili, hefur einungis byrjað einn leik fyrir liðið sem er í brasi í sænsku deildinni. Ísak hefur komið fjórum sinnum inn á af bekknum, fjórum sinnum verið ónotaður varamaður og þrisvar verið utan hóps. Hann byrjaði leik í maí og lagði upp mark en var í kjölfarið utan hóps í síðustu tveimur leikjum.

„Tímabilið hefur ekki verið sérstakt. Við erum í 14. sæti og þetta hefur ekki verið gott hingað til," segir Ísak en hann er auðvitað pirraður á stöðunni.

„Maður er alltaf mjög pirraður þegar maður er ekki að spila. En það er bara gamla góða 'halda áfram' og þannig."

Það er kominn nýr þjálfari til Norrköping eftir að Ísak var keyptur til félagsins og það hefur breytt stöðu hans aðeins. Andreas Alm heitir sá sem núna stýrir liðinu.

„Ég hef eitthvað rætt við hann en ekki mjög mikið. Ég held að helsta útskýringin sé sú að við höfum verið að spila 3-5-2 kerfið og erum ekki að spila með kantmenn. Við spilum með vængbakverði sem krefst miklu meiri varnarvinnu. Ég held að það sé helsta ástæðan. Hann tilkynnti liðinu (fyrir stuttu) að við munum spila 4-3-3 héðan í frá og það ætti að geta aukið mínar líkur á að geta stimplað mig inn. Þá get ég barist fyrir mínu á vinstri kantinum."

Ætlar að berjast fyrir sínu
Ísak segir að það sé erfitt að vera ekki að spila en hann þurfi að halda fókus. Hefur það komið umræðu að hann yfirgefi félagið?

„Eins og staðan er núna ætla ég að halda áfram og berjast fyrir mínu hjá Norrköping. En auðvitað verður maður að spila. Ef ég get ekki gert það hjá Norrköping þá verð ég auðvitað leita annað. Maður er í boltanum til að spila."

Það voru sögusagnir um það á dögunum að Ísak væri að koma heim og kom það fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Hann segir ekkert til í því.

„Nei, það var ekkert til í því. Ég var í einhverju smá fríi á landinu. Ég hef ekki talað við neitt íslenskt félag eða neitt. Það er ekkert inn í myndinni. Það kom aldrei til tals," segir Ísak en kemur það til greina á næstunni að fara heim í Stjörnuna?

„Nei, ég held ekki. Mig langar að halda áfram að spila úti. Ég held að það sé fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim eftir nokkra mánuði úti. Það er alltaf erfiðast fyrst þegar þú ferð út. Það er ekkert inn í myndinni hjá mér."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner