Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 20:00
Gunnar Logi Gylfason
Frakkar endurnefna lestarstöðvar til heiðurs sigurvegurum HM
Didier Deschamps þjálfar franska landsliðið
Didier Deschamps þjálfar franska landsliðið
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að endurnefna lestarstöðvar í lestarkerfi Parísarborgar, höfuðborgar Frakklands, sumar eftir eftir mönnum í sigurliði Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Rússlandi fyrr í sumar.

Sex lestarstöðvar hafa fengið ný nöfn.

Champs Elysees-Clemenceau stöðin hefur verið nefnd 'Deschamps Elysees - Celemnceau' og Notre-Dame des Champs hefur verið nefnd 'Notre Didier Deschamps' til heiðurs þjálfaranum Didier Deschamps.

Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði landsliðsins, fékk einnig lestarstöð nefnda eftir sér. Lestarstöðin Victor Hugo heitir nú ‘Victor Hugo Lloris’.

Avron hefur verið endurnefn ‘Nous Avron Gagne’ sem gæti verið þýtt sem ‘Við höfum unnið’.

Charles de Gaulle – Etoile hefur verið endurnefnd ‘On a 2 Etoiles’ sem þýðir ‘Við höfum tvær stjörnur’ en landslið fá eina stjörnu á búninginn fyrir hvern Heimsmeistaramótssigur og þetta var í annað sinn sem Frakkar verða heimsmeistarar.

Að lokum hefur lestarstöðin Bercy verið endurnefnd ‘Bercy les Bleus’.

Frakkland sigraði Króata í úrslitaleiknum með fjórum mörkum gegn tveimur eftir að hafa unnið Belga í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner