Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 21. júlí 2019 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane vill Bale burt: Ekkert á móti honum persónulega
Zidane vill losna við Bale.
Zidane vill losna við Bale.
Mynd: Getty Images
Bale hefur leikið með Real frá 2013.
Bale hefur leikið með Real frá 2013.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale (30) tók ekki þátt í æfingaleik Real Madrid gegn Bayern München síðastliðna nótt. Real Madrid tapaði leiknum 3-1.

Eftir leikinn sagði Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, að hann vonaðist eftir því að Bale myndi fara frá félaginu eins fljótt og mögulegt er.

„Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla. Við erum að vinna í skiptum hans til annars félags," sagði Zidane.

„Ég hef ekkert á móti honum persónulega, en það kemur sá tímapunktur þar sem hlutir eru gerður vegna þess að þeir verða að vera gerðir."

Það er ljóst að Bale er ekki í plönum Zidane.

Bale var keyptur fyrir þá metfé 85 milljónir punda til Real Madrid frá Tottenham 2013. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með Madrídarliðinu og verið mikilvægur í því. Hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United og Tottenham, Bayern München og kínversku Ofurdeildina. Þó hefur einnig verið talað um að erfitt sé að koma honum í nýtt félag, bæði vegna þess að hann vill vera áfram í Madríd og vegna þess hversu há launin hans eru.

Zidane til skammar
Umboðsmaður Bale var ekki sérlega ánægður með ummæli Zinedine Zidane eftir leikinn gegn Bayern.

„Zidane er til skammar - hann sýnir leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid enga virðingu," sagði Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, við AFP.



Athugasemdir
banner
banner
banner