Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
   sun 21. júlí 2024 15:06
Sölvi Haraldsson
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er himinlifandi. Þetta eru viðbrögðin sem ég vildi fá frá liðinu eftir svekkjandi úrslit í seinustu tveimur leikjum. Ég bað um smá ástríðu, strákarnir voru bara frábærir í dag.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 sigur á KFA í dag í Ólafsvík.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 KFA

Brynjar var mjög ánægður með svarið hjá hans mönnum í dag eftir tvo erfiða leiki.

Ég talaði um það eftir seinasta leik að andstæðingurinn væri gjörsamlega búinn á því undir lok leiks að berjast og verjast fyrir lífi sínu. Það var það sem við gerðum í dag. Mér leið bara vel í þessari stöðu. Þeir voru ekki að ógna okkur og það er bara vinnan sem strákarnir lögðu í þetta.

Björn Axel gerði mjög vel í dag að skora eitt og leggja upp eitt.

Hann var stórkostlegur í dag ásamt öllum öðrum og gerir þetta virkilega vel. Þetta hlaup í öðru markinu, snertingin hjá Gary líka svo vorum við með hlaup báðum meginn, þetta er það sem við viljum sjá. Við þurfum að vilja að skora mörk. Þegar Eyþór skorar markið var Luis í hlaupi hinum meginn, þetta er bara ástríða, að vilja að skora mörkin.“

Hvað gefur þessi sigur Ólsurum?

Hann gefur okkur sjálfstraust og þessi þrjú stig. Núna er bara annar massívur leikur næst á föstudaginn gegn Þrótti Vogum sem verður erfiður. Okkur hefur ekki verið að ganga vel á útivelli og hvað þá á grasi. Við þurfum að kafa djúpt í vikunni og undirbúa okkur fyrir þann leik.

Brynjar segir að 2. deildin sé jöfn og að það sé lítið svigrúm fyrir mistök.

Þetta er algjör barátta. Við, KFA, Selfoss, Völsungur líka. Það eru öll lið að taka stig af hvoru öðru og það er ekki mikið svigrúm til að misstiga sig í þessu. Þetta er bara barátta fram í lokaumferðina og við ætlum okkur að vera þar.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, að lokum.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner