Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 21. júlí 2024 15:06
Sölvi Haraldsson
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er himinlifandi. Þetta eru viðbrögðin sem ég vildi fá frá liðinu eftir svekkjandi úrslit í seinustu tveimur leikjum. Ég bað um smá ástríðu, strákarnir voru bara frábærir í dag.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 2-0 sigur á KFA í dag í Ólafsvík.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  0 KFA

Brynjar var mjög ánægður með svarið hjá hans mönnum í dag eftir tvo erfiða leiki.

Ég talaði um það eftir seinasta leik að andstæðingurinn væri gjörsamlega búinn á því undir lok leiks að berjast og verjast fyrir lífi sínu. Það var það sem við gerðum í dag. Mér leið bara vel í þessari stöðu. Þeir voru ekki að ógna okkur og það er bara vinnan sem strákarnir lögðu í þetta.

Björn Axel gerði mjög vel í dag að skora eitt og leggja upp eitt.

Hann var stórkostlegur í dag ásamt öllum öðrum og gerir þetta virkilega vel. Þetta hlaup í öðru markinu, snertingin hjá Gary líka svo vorum við með hlaup báðum meginn, þetta er það sem við viljum sjá. Við þurfum að vilja að skora mörk. Þegar Eyþór skorar markið var Luis í hlaupi hinum meginn, þetta er bara ástríða, að vilja að skora mörkin.“

Hvað gefur þessi sigur Ólsurum?

Hann gefur okkur sjálfstraust og þessi þrjú stig. Núna er bara annar massívur leikur næst á föstudaginn gegn Þrótti Vogum sem verður erfiður. Okkur hefur ekki verið að ganga vel á útivelli og hvað þá á grasi. Við þurfum að kafa djúpt í vikunni og undirbúa okkur fyrir þann leik.

Brynjar segir að 2. deildin sé jöfn og að það sé lítið svigrúm fyrir mistök.

Þetta er algjör barátta. Við, KFA, Selfoss, Völsungur líka. Það eru öll lið að taka stig af hvoru öðru og það er ekki mikið svigrúm til að misstiga sig í þessu. Þetta er bara barátta fram í lokaumferðina og við ætlum okkur að vera þar.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, að lokum.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner