Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 21. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Inter Miami sagður á leið til Brighton
Enska félagið Brighton er í viðræðum við Inter Miami um paragvæska landsliðsmanninn Diego Gomez en þetta kemur fram í miðlinum GiveMeSport.

Gomez er 21 árs gamall miðjumaður og verið virkilega öflugur frá því hann kom til Miami frá Libertad í heimalandinu.

GiveMeSport segir að Brighton sé í viðræðum um kaup á Gomez, en hann gæti kostað félagið í kringum 13 milljónir punda.

Hann myndi líklegast vera hjá Miami út árið og ganga formlega í raðir Brighton í janúarglugganum.

Gomez mun leiða U23 ára lið Paragvæ á Ólympíuleikunum í París síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner