Daníel Laxdal er goðsögn í Garðabænum og lék í kvöld sinn 500. leik fyrir Stjörnuna þegar liðið vann 2-1 sigur gegn KR í Bestu deildinni. Daníel kom í viðtal við Fótbolta.net eftir að hafa gefið aðdáednum eiginhandaráritanir eftir leik.
„Þetta var skemmtilegt, fallegt og mikilvægur sigur," sagði Daníel.
„Þetta minnir mig á að ég sé að verða gamall. Þetta verður flott eftir ferilinn," sagði Daníel um leikina 500 og talaði um að stærstu stundirnar hafi verið titlarnir sem hann hefur unnið með liðinu.
Á 20 ára ferli sínum með Stjörnunni hefur Daníel, sem er 36 ára, náð þessum 500 leikjum. Hann varð Íslandsmeistari 2014 og bikarmeistari 2018.
Fyrir leik kvöldsins var hann heiðraður af Stjörnunni, í uppbótartíma leiksins fékk hann heiðursskiptingu og var svo innilega fagnað í Garðabænum eftir leik.
„Þetta var skemmtilegt, fallegt og mikilvægur sigur," sagði Daníel.
„Þetta minnir mig á að ég sé að verða gamall. Þetta verður flott eftir ferilinn," sagði Daníel um leikina 500 og talaði um að stærstu stundirnar hafi verið titlarnir sem hann hefur unnið með liðinu.
Á 20 ára ferli sínum með Stjörnunni hefur Daníel, sem er 36 ára, náð þessum 500 leikjum. Hann varð Íslandsmeistari 2014 og bikarmeistari 2018.
Fyrir leik kvöldsins var hann heiðraður af Stjörnunni, í uppbótartíma leiksins fékk hann heiðursskiptingu og var svo innilega fagnað í Garðabænum eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR
Athugasemdir























