Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 08:45
Hafliði Breiðfjörð
Linda Björk fer á enska boltann í boði Húsasmiðjunnar
Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, og Linda Björk sem vann verðlaunin glæsilegu.
Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, og Linda Björk sem vann verðlaunin glæsilegu.
Mynd: Húsasmiðjan
Linda Björk Guðmundsdóttir datt heldur betur í lukkupottinn en hún er á leiðinni á leik í enska boltanum í boði Húsasmiðjunnar. Linda tók þátt í Facebook-leik sem var í tilefni af því að Húsasmiðjan er einn af bakhjörlum enska boltans hjá Sjónvarpi Símans.

Um 12 þúsund manns tóku þátt í leiknum en Linda var sú heppna að þessu sinni og fær hún í verðlaun ferð fyrir tvo á leik að eigin vali í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég hef aldrei unnið neitt og þetta var því sannarlega óvænt. Ég og maðurinn minn höldum með Liverpool og höfum lengi langað að fara á leik með liðinu okkar. Þetta er fyrsti leikurinn sem við förum á saman. Ég er í skýjunum að hafa unnið ferðina, þetta er draumaferðin” segir Linda Björk sem ætlar að bjóða manninum sínum með á Anfield.

Gríðarlega góð þátttaka var í leiknum og ætlar Húsasmiðjan að bregða á leik aftur.

„Viðtökurnar voru frábærar og það er gaman að geta boðið eldheitum stuðningsmanni á leik með sínu félagi. Þetta tókst það vel að mér finnst líklegra en ekki að við munum jafnvel aftur bjóða heppnum vini okkar á Facebook á leik í ensku úrvalsdeildinni, það borgar sig því að fylgjast vel með okkur á samfélagsmiðlum en við erum reglulega með skemmtilegar viðburði og uppákomur þar,” segir Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar um leikinn og hvetur alla að fylgjast með Húsasmiðjunni á samfélagsmiðlum á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner