Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool fylgist með Malen
Powerade
Gini Wijnaldum er liðsfélagi Malen í hollenska landsliðinu.
Gini Wijnaldum er liðsfélagi Malen í hollenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Meunier vill skipta úr PSG.
Meunier vill skipta úr PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera á þessum spennandi laugardegi. Íslenska fótboltasumarið er að líða undir lok, helstu deildir Evrópu eru nýfarnar af stað og slúðrið er á sínum stað.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, lítur á Xabi Alonso sem hugsanlegan arftaka Zinedine Zidane. (Mundo Deportivo)

Jose Mourinho og Massimiliano Allegri eru einnig orðaðir við starfið hjá Real Madrid. (Marca)

Newcastle hefur áhuga á fyrrum liðsfélaga Miguel Almiron, 25, hjá Atlanta United. Sá heitir Josef Martinez og er hann 26 ára sóknarmaður frá Venesúela. Hann hefur gert 80 mörk í 87 leikjum í MLS deildinni. (Newcastle Chronicle)

Wolves er í viðræðum við Joao Moutinho, 33, um tveggja ára samningsframlengingu. (Telegraph)

Watford vonast til að sigra Hull í kapphlaupinu um sænska framherjann Kevin Harletun, 19. Samningur hans við Malmö rennur út í nóvember. (Sun)

Liverpool fylgist með Donyell Malen, 20 ára sóknarmanni PSV Eindhoven sem er kominn með 10 mörk í 12 leikjum. (Calciomercato)

Man Utd hefur hafið samningsviðræður við Angel Gomes, 19. (Manchester Evening News)

Thomas Meunier, 28, segist vera þreyttur á að fá lítinn spiltíma hjá PSG. Belgíski landsliðsmaðurinn var orðaður við Arsenal og Manchester United í sumar. (RMC Sport)

Marco Silva, stjóri Everton, segist vera að skoða miðverði til að kaupa í janúarglugganum. (Liverpool Echo)

Arsene Wenger mun taka við ráðgjafastarfi hjá FIFA á næstu dögum en hefur enn áhuga á að taka við félagsliði. (ESPN)

Aston Villa hefur 20 milljónir punda til að kaupa nýjan sóknarmann í janúar. (Football Insider)

Santiago Solari gæti orðið fyrsti þjálfari Inter Miami í MLS deildinni. David Beckham er eigandi félagsins. (BeIN Sports)

Barcelona þarf að selja leikmenn fyrir 100 milljónir evra til að standast fjárlagareglur FIFA. (Marca)

Etihad Stadium, heimavöllur Man City, hefur verið kjörinn besti leikvangur heims framyfir leikvangi á borð við Camp Nou (Barcelona) og Allianz Arena (FC Bayern). (Daily Mail)

Pep Guardiola býst við að Mikel Arteta myndi taka við stjórnartaumunum hjá Man City ef hann sjálfur skildi yfirgefa félagið. (Evening Standard)

Wilfried Zaha, 26, kallar eftir bætingu hjá liðsfélögum sínum í Crystal Palace. Liðið tapaði 4-0 fyrir Tottenham í síðustu umferð og er með sjö stig eftir fimm umferðir. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner