Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. september 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: ksi.is 
Fimm byrja 'ofsalegan október' í banni
Þjálfari Gróttu byrjar í banni á næsta ári
Birkir Már Sævarsson verður í stúkunni gegn Íslandsmeisturum Víkings.
Birkir Már Sævarsson verður í stúkunni gegn Íslandsmeisturum Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í gær en fimm leikmenn í Bestu deild karla byrja tvískiptinguna, ofsalegan október, í banni.

Tveir lykilmenn Vals verða í banni gegn Víkingi; bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson sem hefur safnað fjórum gulum spjöldum og danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen sem fékk rautt spjald í tapi gegn KA síðasta laugardag. Patrick fékk eins leiks bann en einhver umræða var um mögulega þyngingu.

Jakob Snær Árnason skoraði sigurmark KA í áðurnefndum leik en hann fékk einnig sitt fjórða gula spjald í sumar og tekur út bann gegn KR.

Í neðri hlutanum verður Birgir Baldvinsson í Leikni í banni gegn Fram í Úlfarsárdal og Guðjón Ernir Hrafnkelsson í banni hjá ÍBV sem fær FH í heimsókn.

Í lokaumferð Lengjudeildarinnar sem fram fór síðasta laugardag fékk Chris Brazell þjálfari Gróttu rautt spjald gegn Grindavík og mun hann byrja næsta tímabil í eins leiks banni.

Hér má sjá úrskurð aganefndar í heild sinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner