Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. september 2022 14:08
Elvar Geir Magnússon
Hallur Hansson frá í níu til tólf mánuði
Hallur borinn af velli á laugardag.
Hallur borinn af velli á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsfyrirliðinn Hallur Hansson, miðjumaður KR, verður frá í níu til tólf mánuði vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þetta kemur fram á heimasíðu færeyska fótboltasambandsins.

Hallur, sem er samningsbundinn KR út næsta tímabil, var borinn af velli á börum í 2-2 jafnteflisleik Víkings og KR síðasta laugardag.

„Þetta eru verstu fréttir sem ég gat fengið en svona er fótboltinn. Þetta snýst um að hugsa fram veginn og koma sterkari til baka þegar tíminn kemur," segir Hallur við heimasíðuna.

Hallur meiddist í baráttu við Kyle McLagan, varnarmann Víkings, en hér að neðan má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók þegar þetta átti sér stað.

Hallur er 30 ára gamall og gekk í raðir KR fyrir þetta tímabil. Hann spilaði 19 leiki í Bestu deildinni í sumar og skoraði eitt mark.
Athugasemdir
banner